Nýjast á Local Suðurnes

Fann Tinnu en fær líklega ekki fundarlaunin

Ágúst Ævar, eigandi hundsins Tinnu, sem fannst á dögunum dauð undir grjóti við smábátahöfnina í Reykjanesbæ, segir að lögreglu hafi verið gert viðvart varðandi fund hræsins og nú er verið að reyna að fá upptökur úr myndavélum í nærliggjandi húsum til þess að varpa ljósi á málið.

Þetta kemur fram á vef DV.is. Þar kemur einnig fram að Rakel Jóna Pétursdóttir, sem gekk fram á hræ Tinnu í byrjun vikunnar hafi sóst eftir því að fá fundarlaunin, 300.000 krónur. Eigendur Tinnu hafa hins vegar ekki í hyggju að greiða fundarlaunin til Rakelar, heldur stendur til að koma fundarlaununum til björgunarsveita.

„Við erum að íhuga að greiða fundarlaunin til Björgunarsveitarinnar á Suðurnesjum. Hjálp þeirra var ómetanleg,“ segir Ágúst Ævar við DV.