Nýjast á Local Suðurnes

Boðuð á fund Íbúðalánasjóðs – Ræða aðkomu sjóðsins að húnæðssamlagsverkefni

Um 30 manns mættu á kynningarfund um stofnun húsnæðissamvinnufélags, eða non-profit leigufélags, sem haldinn var í húnæði Íþróttaakademíunnar í gær. Stefnt að því er að halda stofnfund félagsins um miðjan september.

Hólmsteinn Brekkan frá leigjendasamtökunum kynnti fyrirkomulag slíks félags á fundinum í gær, en einnig kom fram að þegar lóð undir húsnæði er klár komi byggingaðilar til landsins með tilbúnar einingar og setja upp sjálfir, sú framkvæmd tekur um 9 mánuði.

Þá tilkynnti Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, sem hefur verið í forsvari fyrir tilvonandi félag, að boðað hafi verið til fundar hjá Íbúðalánasjóði í næstu viku til þess að kynna fyrirkomulagið og ræða hugsanlega aðkomu sjóðsins að þessu verkefni.