Nýjast á Local Suðurnes

Ekkert fyrirtæki hefur sýnt áhuga á að stofna félag um almennar íbúðir í Grindavík

Ekkert fyrirtæki hefur lýst yfir áhuga á að taka þátt í stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar um byggingu, kaup og rekstur almennra leiguíbúða í Grindavík, á grundvelli nýrra laga um almennar íbúðir, en Grindavíkurbær auglýsti eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í verkefninu á dögunum.

Bæjarstjóri upplýsti þetta á fundi bæjarráðs þann 6. september síðastliðinn. Markmiðið með stofnun slíks félags er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu í Grindavík.

Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að boða til fundar með fulltrúum fyrirtækja og félögum launþega í Grindavík til að ræða mögulega stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar.