Nýjast á Local Suðurnes

Sturtuferðir að loknum kennslustundum í íþróttum verða valfrjálsar

Stjórnendur Grunnskóla Grindavíkur hafa ákveðið, að höfðu samráði við íþróttakennara og starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar, að allir nemendur hafi val um að fara í sturtu að loknum kennslustundum í íþróttum.

Fyrirkomulag hefur verið á mið- og elsta stigi undanfarin ár en nú bætist yngsta stigið við. Allir nemendur þurfa þó að fara í sturtu fyrir og eftir sundtíma, segir í tilkynningu á heimasíðu grunnskólans.