Nýjast á Local Suðurnes

Atvinnuleysi minnkar í Reykjanesbæ en eykst á Suðurnesjum

Atvinnuleysi á Suðurnesjum er áfram hið mesta á landinu, en hefur þó lækkað töluvert undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar og í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Atvinnuleysi fór þannig úr 25,2% í apríl í 19,6% nú í maí. Almennt atvinnuleysi jókst þó á Suðurnesjasvæðinu, fór í 12,2% í maí úr 11,2% í apríl.

Atvinnuleysi er áfram næstmest á höfuðborgarsvæðinu, minnkaði úr 18,7% í apríl niður í 13,5% í maí. Suðurland er í þriðja sæti með 12,3% atvinnuleysi og því næst Norðurland eystra með 10,8%. Atvinnuleysi er áfram minnst á Norðurlandi vestra, 6,5% í maí.