Ræða aðgerðir vegna skerðingar á leikskólum og skólamáltíðum
Bæjarráð Reykjanesbæjar mun á morgun, fimmtudaginn 19. mars, taka til umræðu hvernig skuli fara með laun starfsmanna Reykjanesbæjar sem þurfa að vera heima vegna skertrar starfsemi hjá dagforeldrum, leikskólum og grunnskólum.
Einnig verður til umræðu fyrirkomulag lækkunar/endurgreiðslu á gjöldum vegna skertrar þjónustu s.s. hjá dagforeldrum, leikskólum, fæðisgjald, frístund og skólamáltíðir.