Nýjast á Local Suðurnes

Jónsdóttir & Co. kynnir ungbarnavörur úr lífrænni bómull á Ljósanótt

Að venju verður boðið til hönnunarveislu á Park Inn by Radisson við Hafnargötu í Keflavík á Ljósanótt, þar sem margir af fremstu hönnuðum landsins munu sýna og selja verk sín og vörur.

Að þessu sinni mun hönnuðurinn Ragnhildur Anna Jónsdóttir, kynna merki sitt, Jónsdóttir & Co., en hún hannar og framleiðir ungbarnavörur úr lífrænni bómull auk heimilislínu – Vörur Jónsdóttir & Co. eru allar framleiddar hér á landi frá grunni og meðal annars seldar í verslunum Epal.

jonsdottir og co2

Ragnhildur Anna hefur selt töluvert af vörum til Suðurnesja í gegnum tíðina og hlakkar til að mæta loks á svæðið og taka þátt í Ljósanótt.

“Það er skemmtilegt að segja frá því að ég sel og sendi töluvert í Reykjanesbæ af minni vöru og því er ég afar spennt að vera að koma í heimsókn. Ég mun taka þátt í Hönunarhátíð sem haldinn verður á Park Inn hótelinu frá föstudegi til sunnudags ásamt fjölmörgum öðrum aðilum og kynna þar krúttmerkið mitt.” Sagði Ragnhildur Anna í spjalli við Suðurnes.net

jonsdottir og co1

jonsdottir og co3