Nýjast á Local Suðurnes

Netverslun Nettó fer frábærlega af stað – Hefur verið þrjú ár í undirbúningi

Helgi Már Þórðarson, annar eigandi Aha.is segir að lágvöruverðsvefverslun fyrirtækisins í samstafi við Nettó hafi farið vel af stað, um fimmtíu pantanir bárust fyrstu klukkustundirnar eftir opnun í morgun.

Þá segist Helgi hafa strax tekið eftir miklum samhljómi milli Aha.is og Samkaupa, sem reka Nettó. Hjá báðum fyrirtækjum eru ungir stjórnendum í brúnni sem hafa þó verið lengi hjá fyrirtækinu.

„Þetta er búið að vera í undirbúningi í þrjú ár,“ segir Helgi Már við Víðskiptablaðið.