Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi lokað – Allar björgunarsveitir kallaðar út

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Vegagerðin hefur lokað Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi vegna veðurs en mjög slæmt skyggni og þæfingur er á vegum á Suðurnesjum.

Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið kallaðar út til þess að ferja fólk úr bílum sem fastir eru á svæðinu. Lögregla hefur jafnframt hvatt fólk til þess að vera ekki á ferðinni að óþörfu.