Nýjast á Local Suðurnes

Keilir þarf traustan fjárhagslegan grunn til að takast á við breytta tíma

Ársreikningar og ársskýrsla Keilis var kynnt og birt á dögunum, en í ársreikningunum kemur meðal annars fram að skuldir Keilis móðurfélags hafi aukist um 74% og séu nú 192 milljónir króna. Þá kemur einnig fram að samanlagðar skuldir samstæðunnar hafi verið rúmar 1.500 milljónir króna um síðustu áramót.

Í samantekt framkvæmdastjóra Keilis, sem birt er í ársskýrslunni, kemur fram að námsframboð Keilis sé afar fjölbreytt. Þá kemur fram að kikil vinna hafi verið lögð í að tryggja fjárhagslega endurskipulagningu skólans á starfsárinu og að nú sjái fyrir endann á þeirri vegferð.

Þá segir framkvæmdastjórinn að skólinn þurfi traustan fjárhagslegan grunn til þess að takast á við breytta tíma og burði til þess að opna dyr sínar í haust fyrir stórum fjölda nemenda sem sækist eftir menntun á tímum samdráttar í efnahagslífinu.