Nýjast á Local Suðurnes

Féll út úr hópferðabifreið og slasaðist á fæti

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Kona varð fyrir því óhappi á dögunum að falla út úr hóp­ferðabif­reið og slasast á fæti og karl­maður féll í tröpp­um og slasaðist á höfði. Ekki er nánar greint frá meiðslum fólksins í tilkynningu.

Auk þessa kemur fram í tilkynningu frá lögreglu að bif­reið hafi verið ekið á stein­vegg í Kefla­vík með þeim af­leiðing­um að ör­ygg­is­loft­púðar sprungu út. Ökumaður­inn slapp án meiðsla.