Guðbrandur Einarsson verður forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar

Guðbrandur Einarsson verður forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, hann tekur við af Önnu Lóu Ólafsdóttur, sem verður í leyfi frá störfum til 1. september á næsta ári.
Uppástunga kom um Guðbrand Einarsson á síðasta bæjarstjórnarfundi sem haldinn var þann 18. ágúst síðastliðinn og var hann kjörinn með öllum atkvæðum. Kolbrún Jóna Pétursdóttir tekur sæti bæjarfulltrúa.