Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar skoða möguleika á að taka á móti flóttamönnum

Fulltrúi S-lista lagði til á fundi bæjarráðs þann 1. september síðastliðinn að bæjarstjóra yrði falið að útbúa minnisblað um fyrirkomulag og hlutverk sveitarfélaga við móttöku flóttamanna.

Einnig yrði kannað með kostnað og þátttöku ríkissjóðs og stöðu húsnæðismála í Grindavík fyrir bæjarstjórn til að geta tekið ákvörðun um hvort ganga eigi til viðræðna við velferðarráðuneytið um mögulega móttöku flóttamanna til Grindavíkur.

Tllagan var samþykkt samhljóða og stefnt er að því að minnisblað verði lagt fyrir bæjarstjórnarfund þann 29. september næstkomandi.