Eiríkur og Ágúst Íslandsmeistarar í rallycrossi
Suðurnesjaökumaðurinn Ágúst Aðalbjörnsson sigraði í öllum þremur keppnunum sem giltu til Íslandsmeistara í Opnum flokki í rallycrossi í ár og endaði hann sem Íslandsmeistari árið 2017 í flokknum. Í opna flokknum er hægt að keyra á hvaða ökutæki sem er, en aðeins þarf að standast öryggiskröfur til að fá að keppa.
Þá sigraði annar Suðurnesjamaður, Eiríkur Kristinn Kristjánsson, keppnina í svokölluðum 2000 flokki og tryggði hann sér einnig Íslandsmeistaratitilinn árið 2017.