Enginn strætó frá Ásbrú næstu klukkustundir
Forsvarsmenn Bus4U, rekstraraðila strætó í Reykjanesbæ hafa ákveðið að stöðva akstur um Ásbrú til klukkan 14:30 í dag vegna veðurs.
Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu fyrirtækisins. Þá hefur lögreglan á Suðurnesjum sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er hvatt til að bíða með ferðir um Reykjanesbraut þar til síðar í dag vegna hvassviðris.