Nýjast á Local Suðurnes

Airport Associates gera ráð fyrir því að endurráða marga aftur eftir endurskipulagningu

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir að vonast sé til að það muni fyllast fljótt upp í það skarð sem gjaldþrot WOW-air skilur eftir sig verkefnastöðu fyrirtækisins varðar og vonast til að hægt verði að endurráða stórann hluta þeirra 315 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá fyrirtækinu í gær. WOW-air var langstærsti viðskiptavinur félagsins.

„Þetta kallar á miklar breytingar. Við gerum ráð fyrir því að endurráða marga af þessum 315 aftur. En, þetta er hugsað til að milda höggið. Við þurfum að endurskipuleggja allt vaktafyrirkomulag. Nú er til dæmis ekkert að gera á þeim tíma sólarhringsins þar sem í nógu var að snúast. Við munum bjóða þessum starfsmönnum vinnu aftur en þá hugsanlega miðað við minna starfshlutfall.” Sagði Sigþór við blaðamann Vísis.is.