Nýjast á Local Suðurnes

Nýr útsýnispallur við Brimketil er flottur í briminu – Myndband!

Íslenskir Aðalverktakar hafa umsjón með framkvæmdum við útsýnispalla við Brimketil og hafa náð að vinna vel í mildu veðri síðustu vikna og stefnt er að opnun í Geopark-vikunni sem verður 29. maí – 3. júní.

Fyrirtækið sendi á dögunum frá sér myndband sem sýnir hvernig hinir nýju pallar líta út í briminu við Brimketil. Myndbandið má sjá her fyrir neðan.