Nýjast á Local Suðurnes

Kalla þurfti til lögreglu í Helguvík – Deilur ÍAV og United Silicon fyrir gerðardóm

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Magnús Garðarsson, einn eigenda og framkvæmdastjóri United Silicon, segir fyrirtækið hafa staðið við allan sinn hluta samkomulags, sem gert var við verktakafyrirtækið ÍAV. En síðarnefnda fyrirtækið lagði niður störf við byggingu kísilvers United Silicon í Helguvík síðastliðinn fimmtudag vegna meintra vanefnda.

Þetta kemur fram í umfjöllun um málefni kísilversins á Vísi.is. Þar er einnig haft eftir Magnúsi að málið muni fara fyrir gerðardóm, enda hafi United Silicon greitt alla reikninga og að auki hafi ÍAV greiðsluábyrgð frá banka fyrirtækisins, að sögn Magnúsar.

 „Ég hringdi á lögregluna í gær þegar þeir reyndu að taka græjur og útbúnað sem við höfum greitt fyrir. Það þurfti að stoppa,“ segir Magnús, við Vísi.is. Í samningi aðila er ákvæði um að deilur fari fyrir gerðardóm og mun hann koma saman sem fyrst. „Við fögnum því og trúm því að það fáist rétt lausn í þetta.“