Nýjast á Local Suðurnes

United Silicon þarf að greiða ÍAV rúman milljarð króna

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að United Silicon skuli að greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Krafa ÍAV hljóðaði upp á rúma tvo milljarða króna auk dráttarvaxta.

Frá þessu er greint á Vísi.is, en þar er rætt við Sigurð R. Ragnarsson, forstjóra ÍAV og Kristleif Andrésson, upplýsingafulltrúa United Silicon. Sigurður vildi ekki tjá sig um niðurstöðu gerðardómsins og Kristleifur segir ekki ákveðið hvort málinu verður áfrýjað.

„Við skoðum bara dóminn og þegar við erum búin að fara yfir hann og lesa þá metum við framhaldið,“ segir Kristleifur.