Nýjast á Local Suðurnes

Íslenskir lífeyrissjóðir og banki á meðal stærstu hluthafa USi – Sjáðu listann!

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Erfiðleikar með ljósbogaofn hafa einkennt rekstur United Silicon frá upphafi, en eins og kunnugt er hefur fyrirtækið átt í miklum vandræðum með mengunarvarnarbúnað verksmiðjunnar. Fyrirtækið hefur nú birt upplýsingar um 10 stærstu hlutafana, en þeir ráða yfir 99% hlutafjár í félaginu.

United Silicon var stofnað fyrir tæplega þremur árum af Magnúsi Garðarssyni umhverfisverkfræðingi, Helga Birni Ormarssyni vélaverkfræðingi og Friðbirni Garðarssyni hæstarréttarlögmanni í samstarfi við hollenska fyrirtækið Silicon Mineral Ventures (SMV). Síðastnefnda fyrirtækið á rúmlega 1% í USi, en SMV sér um sölu- og markaðsmál í gegnum dótturfyrirtæki sitt í Hollandi.

United Silicon er í meirihlutaeigu Íslendinga, en auk stofnenda eru tveir íslenskir lífeyrissjóðir og Arion banki stórir hluthafar. Þá eru aðilar frá Danmörku og Hollandi á meðal hluthafa fyrirtækisins, en listann sem birtur var nýlega á heimasíðu fyrirtækisins má sjá hér fyrir neðan:

Nafn hluthafaFjárhæð hlutarHlutdeild
1Kísill Ísland hf.2.338.563.13436,59478%
2Kísill III slhf.1.974.465.00030,89722%
3Arion banki hf.698.372.05810,92841%
4USI Holding B.V.448.534.9107,01885%
5Frjálsi lífeyrissjóðurinn356.827.5075,58378%
6Festa Lífeyrissjóður233.710.0363,65719%
7Kastalabrekka ehf115.624.0001,80933%
8Silicon Mineral Ventures65.985.0001,03256%
9Magnús Garðarsson59.600.0000,93264%
10Eftirlaunasjóður Atvinnuflugm.35.889.1640,56161%