Nýjast á Local Suðurnes

Stækkun verksmiðju skapar fjölda starfa

Líftæknifyrirtækið Algalíf, sem staðsett er á Ásbrú, mun þrefalda framleiðslu sína á astaxanthíni í verksmiðju sinni í Reykjanesbæ með því að stækka hana um rúmlega helming. Erlend fjárfesting vegna verkefnisins nemur um fjórum milljörðum króna, að því er segir á vef Viðskiptablaðsins.

Um það bil 100 innlend störf munu skapast á framkvæmdatímabilinu fram til 2022 og að minnsta kosti 35 ný framtíðarstörf munu skapast hjá fyrirtækinu. Eins og er starfa 35 manns hjá félaginu. Í kjölfarið verður Algalíf eitt stærsta örþörunga fyrirtæki í heimi og er stækkunin að fullu fjármögnuð erlendis frá.