Nýjast á Local Suðurnes

Tveir trukkar af mat til Reykjanesbæjar – 400 fjölskyldur fá mataraðstoð

Fjölskylduhjálp Íslands gerir ráð fyrir að aðstoða 400 fjölskyldur á Suðurnesjum með mat fyrir jólin. Frá þessu greinir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, á Facebook. Í færslunni, sem finna má hér fyrir neðan í heild, kemur einnig fram að tveir trukkar muni ferja matinn til Reykjanesbæjar, þar af er einn gjöf til félagsins frá Kaupfélagi Skagfirðinga.

Færslan í heild sinni:

Á morgun sunnudag mætum við 6 upp í Iðufell til að fylla risa trukk sem tekur 16 brett sem fara til Reykjanesbæjar í Grófina 2 þar sem matarúthlutun fer fram á mánud og þriðjudag. Síðan munu menn frá Kaupfélagi Skagfirðinga mæta á mánudagsmorgun í Grófina 2 með fullan bíl að ótrúlega flottum mat sem fer í úthlutun þessa nefndu daga. Hjá okkur er unnið alla daga og síminn tekinn 24/7. Við gerum ráð fyrir 400 fjölskyldum á Reykjanesi sem sækja jólaaðstoð til okkar. Teymi sjálfboðaliða þar í bæ er frábær undir stjórn Önnu Valdísar Jónsdóttur varaformanns FÍ.