Nýjast á Local Suðurnes

Sjúkraliðar á HSS í verkfalli fram á miðvikudag

Samningar náðust ekki milli sjúkraliða, lögreglumanna og félaga í SFR annars vegar og ríkisins hins vegar, á fundi deiluaðila á sunnudag.

Sjúkraliðar og SFR-félagar sem starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verða því í verkfalli milli klukkan 8.00 og 16.00 á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, náist samningar ekki á tímabilinu.