Nýjast á Local Suðurnes

Átak gegn ölvunarakstri – Lögregla stöðvaði yfir 200 ökumenn um helgina

Lögreglan á Suðurnesjum stendur um þessar mundir fyrir átaki gegn ölvunarakstri. Í desember og janúar mun lögregla vera vel á verði um helgar í nánd við veitingarstaði, en markmiðið verður er að fækka og koma í veg fyrir ölvunarakstursbrot.

Um helgina voru yfir 200 ökumenn stöðvaðir og voru fjórir þeirra teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna, einn var ölvaður við aksturinn og einum var gert að hætta akstri, en viðkomandi mældist þó undir refsimörkum.