Nýjast á Local Suðurnes

Hafa farið í 41 útkall á árinu – Þakklátir fyrir stuðninginn

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Það er óhætt að segja að nóg hafi verið um að vera hjá félögum í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, en sveitin hefur sinnt 41 útkalli það sem af er ári. Fjölmörg útköll sveitarinnar snúast um að aðstoða ökumenn í vandræðum, eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan sem sveitin birti á Fésbókarsíðu sinni.