Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla varar við aðstæðum á Reykjanesbraut – Nokkrir farið út af

Mynd: Skjáskot You-tube / Ívar Gunnarsson

Mjög hált hef­ur verið á Reykja­nes­braut­inni seinnipart dags, eins og víðar, og bein­ir lögregla því til öku­manna að gæta varúðar og aka miðað við aðstæður. Slabb er byrjað að myndast ofan á vegum og með hálkuna undir verða aðstæður því mjög varhugaverðar.

Nokkr­ar bif­reiðar hafa farið út af Reykja­nes­braut­inni nú á skömmum tíma. Blessunarlega hafa þó ekki orðið slys á fólki, segir í tilkynningu lögreglu.