Nýjast á Local Suðurnes

Munu ekki segja upp starfsfólki við breytingar á rekstri Isavia

Um ára­mót­in verður rekstri Isa­via, sem hingað til hef­ur verið rek­inn af einu móður­fé­lagi, skipt í þrennt með stofn­un dótt­ur­fé­laga um inn­an­lands­flug­valla­kerfið og flug­leiðsöguþjón­ustu á Norður-Atlants­hafi. Móður­fé­lagið mun áfram sjá um rekst­ur Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og stoðdeilda.

Forstjóri Isavia, Svein­björn Indriðason seg­ir skipu­lags­breyt­ing­arn­ar ekki til þess falln­ar að Isa­via þurfi, eða ætli að skera niður í starfs­manna­fjölda eða bæta í hann.

„Það er mjög mik­il­vægt líka að gæta þess að þarna erum við að fara úr einu fé­lagi í þrjú fé­lög og við þurf­um að standa vörð um að það verði ekki til nýr kostnaður eða ný um­svif sem tengj­ast því,“ segir hann meðal annars í viðtali við mbl.is, þar sem farið er í gegnum breytingarnar sem munu eiga sér stað um áramót.