Nýjast á Local Suðurnes

Harkalega farið með farangur hjá WOW-air – “Á erfitt með að tjá mig um þetta”

Fyrirtækið sem annast meðhöndlun farangurs fyrir lággjaldaflugfélagið WOW-air, Airport Associates, hefur verið harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlinum Facebook, eftir að myndband sem sýnir starfsmenn fyrirtækisins kasta farangri viðskiptavina WOW-air um borð í eina af flugvélum fyrirtækisins af miklu afli. Myndbandið hefur vakið mikla athygli og verið skoðað nokkur þúsund sinnum þegar þetta er ritað.

Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir í viðtali við Vísi.is að erfitt sé að dæma hvort um harkalega meðferð farangurs sé að ræða á þessu myndbroti.

„Ég á erfitt með að tjá mig um þetta. Ekki hægt að dæma af þessu broti, eða erfitt, hvort þetta flokkast undir harkalega meðferð. En, þetta verður skoðað nánar,“ segir Sigurþór Kristinn.

Starfsmenn Airport Associates og Isavia, sem Suðurnes.net ræddi við segja þessa meðhöndlun á farangri algenga og ekki vera eins slæma og það líti út fyrir að vera á myndbrotinu sem sjá má hér fyrir neðan.