Nýjast á Local Suðurnes

WOW-fall á samfélagsmiðlum: Táraflóð og kveðjur – Er nýtt flugfélag í burðarliðnum?

Gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins WOW-air hefur vart farið framhjá neinum enda um fátt annað fjallað í fréttum og á samfélagsmiðlum um þessar mundir.

Fjölmargir Suðurnesjamenn höfðu atvinnu af starfseminni og hafa menn verið ósparir við að tjá sig á samfélagsmiðlunum eins og sjá má á nokkrum dæmum hér fyrir neðan hvar fólki er þakkað fyrir samstarfið, fella tár eða hafa viðrað hugmyndir um að stofna nýtt flugfélag.