Rok og rigning í kvöld og nótt – Má búast við 18-20 m/s á Suðurnesjum

Suðaustanstormur eða -rok verður á öllu landinu í kvöld og nótt, með þessu fylgir rigning sunnan- og vestanlands. Þó veðrið verði skást hér á Suðurnesjum má búast við að vindur nái allt að 18-20 m/s með kvöldinu.
Búist er við ofsaveðri víðsvegar um landið og eru vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega.