Nýjast á Local Suðurnes

Fingralangur stal gaskút – Töluvert um þjófnaði á Suðurnesjum

Þjófnaður á dekkjum úr gámi var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Um var að ræða átta nýleg, negld vetrardekk og var annar gangurinn á álfelgum. Gámnum hafði verið lokað með borða og strekkjara sem læstur var með lás. Það dugði ekki til því sá eða þeir sem þarna voru að verki skáru á borðann og komust þannig inn.  Málið er í rannsókn.

Þá var kærður stuldur á greiðslukorti. Slóð þess var rakin þar sem það hafði verið notað í verslunum og hafði verið verslað fyrir tæplega 30 þúsund krónur. Vitað er hver þarna var að verki.

Loks hafði einhver fingralangur tekið gaskút sem var fyrir utan íbúðarhúsnæði í umdæminu.