Nýjast á Local Suðurnes

Voice-stjarna tók lagið fyrir fyrsta flug Icelandair til Chicago

Þann 16. mars síðastliðin, hófst Icelandair reglulegt áætlunarflug til Chicago í Bandaríkjunum. Chicago er fimmtándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu og sá sextándi, Montreal í Kanada, bætist við í maí.

Dúettinn Heiður tók nokkur lög fyrir farþegana sem voru á leið til Chicago og aðra viðstadda við góðar undirtektir, en söngvari dúettsins Hjörleifur Már Jóhannsson tók þátt í Voice Ísland í vetur og stóð sig með miklum ágætum.

Icelandair flaug til Chicago frá 1973 til 1988 og tekur nú upp þráðinn 28 árum síðar. „Með stækkun leiðakerfisins, fjölgun áfangastaða og aukinni tíðni sjáum við tækifæri til að fara inn á þennan stóra markað sem Chicago er“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

ragnh elin flugl

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Ragnheiður Elín Árnadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair

Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna á eftir Los Angeles og New York og mikil miðstöð athafnalífs, menningar og lista. Við brottför flugsins á Keflavíkurflugvelli bauð Isavia farþegum upp á veitingar og tónlist, og á myndinni klippa Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Ragnheiður Elín Árnadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair á borða til að marka upphaf flugsins.