Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglan á Suðurnesjum varar við LSD-töflum – Mörg mál ratað til lögreglu

“Við viljum vekja athygli á að LSD tafla, með merki hakakrossins, er komin í umferð. Taflan veldur miklum áhrifum, komið hafa upp mörg mál hjá lögreglu þar sem aðilar sem hafa neytt töflunar eru gjörsamlega út úr heiminum og stórhættulegir sjálfum sér og öðrum. Lögreglumenn sem og aðrir eru varaðir við því að koma við töfluna með berum höndum líkt og önnur fíkniefni en hættan felst í því að ef LSD er handleikið með berum höndum þá getur efnið smitast í gegnum húðina og viðkomandi getur fundið til áhrifa.” Segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Okkur langar til að benda á þessa grein http://doktor.is/grein/lysergid-lsd

logreglan lsd

Hafa þarf í huga að aðilar sem eru undir áhrifum þessarar töflu geta verið mjög varasamir með brenglað sársaukaskyn, segir einnig í tilkynningunni.