Nýjast á Local Suðurnes

Takmarka aðgang að bráðamóttöku HSS

Undanfarið hefur álag á bráðamóttöku aukist verulega og vegna mikillar fjölgunar COVID smita vill starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja koma eftirfarandi á framfæri:

• Vinsamlegast leitið ekki á bráðamóttökuna vegna flensulíkra
einkenna. Takið heimapróf og hafið samband við heilsugæsluna
símleiðis, í gegnum Heilsuveru eða hringið í síma 1700.

• Leitið ekki á bráðamóttökuna vegna smávægilegra mála eða
langvinnra vandamála án bráðrar versnunar.

• Aðgangur aðstandenda hefur verið takmarkaður. Aðstandendum
er óheimilt að fylgja skjólstæðingum inn á deildina og dvelja á
biðstofu bráðamóttöku. Undantekningar eru gerðar fyrir börn og
þá skjólstæðinga sem vegna fötlunar þurfa fylgd aðstandenda, eða
ef sjúkdómsástand eða kringumstæður krefjast nærveru
aðstandanda. Í þeim tilvikum er einum leyft að fylgja viðkomandi
inn á deildina.

Vinsamlega deilið
• Í neyðartilvikum skal hringja í 112.