Nýjast á Local Suðurnes

Stormur SH 333 sökk í Njarðvíkurhöfn

Trébáturinn Stormur SH 333 sökk í Njarðvíkurhöfn í gær. Báturinn hefur samkvæmt heimildum Suðurnes.net sokkið nokkrum sinnum áður, en til stóð að gera hann upp.

Samkvæmt vefsíðunni Skipamyndir og skipafróðleikur Emils Páls, hefur báturinn legið mjög lengi í Njarðvíkurhöfn, en hafði sokkið þrisvar, þ.e. í Kópavogi, Garðabæ og í Njarðvík. Engu að síður ætlaði eigandi bátsins að gera hann upp og t.d. þegar Lára Magg ÍS sökk fyrir nokkrum misserum og var utan á Stormi var mikið reynt að fá eigandann til að fá að rífa hann, en það vildi hann ekki. Hann greiddi hafnargjöld og kosnað við að dæla úr honum og því var ekkert hægt að gera nema með hans leyfi, Segir á vefsíðu Emils Páls.

Myndir af bátnum marrandi í hálfu kafi má finna á fróleikssíðu Emils Páls.