Nýjast á Local Suðurnes

Naumt tap hjá Keflavík gegn Þór Þ.

Þór Þor­láks­höfn lagði Kefla­vík að velli, 85-82, þegar liðin mætt­ust í TM-Höllinni í Keflavík, í Dom­in­os-deild­ar karla í körfuknatt­leik í gærkvöldi.

Kefl­vík­ing­ar byrjuðu leikinn betur og leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta, 27-19, en Þórsar­ar tóku við sér í þeim næsta og höfðu tveggja stiga forystu í hálfleik, 44-42.

Eft­ir leikhléhlé var mikið jafn­ræði með liðunum, en Þórsar­ar náðu góðum spretti undir lok þriðja leikhluta og náðu for­skotinu í átta stig fyr­ir fjórða og síðasta hlut­ann 67-59. Kefl­vík­ing­ar komu sterkir inn í fjórða leik­hluta og náðu for­ystu um tíma, en Þórsar­ar voru sterkari á endasprettinum fóru með þriggja stiga sig­ur af hólmi 85-82.

Amin Stevens skoraði 31 stig, tók 20 frá­köst og átti 5 stoðsend­ing­ar, Magnús Már Trausta­son skoraði 16 stig og Hörður Axel Vil­hjálms­son 14.