Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkurskóli og Björgunarsveitin Suðurnes halda áfram samstarfi

Í upphafi skólaárs var skrifað undir samstarfssamining á milli Njarðvíkurskóla og Björgunarsveitarinnar Suðurnes um áframhaldandi samstarf, en undanfarin ár hefur Unglingadeildin Klettur verið valfag fyrir 9. og 10. bekk í skólanum og hafa margir nemendur blómstrað í starfi hjá deildinni.

Margir nemendur hafa fundið sig vel í starfi með björgunarsveitinni og hafa í framhaldinu tekið þátt í nýliðastarfi sveitarinnar. Tveir af umsjónarmönnum Unglingadeildarinnar Kletts eru fyrrverandi nemendur í skólanum og byrjuðu starf sitt þar þegar þeir tóku Unglingadeildina Klett sem valgrein í skólanum.