Nýjast á Local Suðurnes

Nær allar stofnanir lokaðar í Grindavík á föstudag

Árlegur starfsmannadagur Grindavíkurbæjar verður haldinn á morgun, föstudaginn 10. nóvember og þar af leiðandi verða langflestar stofnanir bæjarins lokaðar.

Til að mynda verða báðir leikskólarnir verða lokaðir (Krókur opnar kl. 12:00) sem og grunn- og tónlistarskólinn. Íþróttamiðstöðin mun opna kl. 16:00 en hafnarvogin verður opin allan daginn án truflana.