Nýjast á Local Suðurnes

Víðismenn nánast öruggir með sæti í 2. deild

Víðismenn tryggðu sér nánast sæti í 2. deildinni í knattspyrnu þegar liðið vann stórsigur á botnliði 3. deildarinnar KFS, 6-1, á Nesfisk-vellinum í Garði. Víðismenn eru í öðru sæti deildarinnar, níu stigum fyrir ofan Kára sem vermir þriðja sætið, en Víðismenn eru með hvorki meira né minna en 17 mörk í plús á meðan Káramenn hafa 6 mörk í plús.

Aleksandar Stojkovic og Milan Tasic skoruðu tvö mörk hvor í leiknum í kvöld og Pawel Grudzinski eitt, KFS-menn settu eitt sjálfsmark.