Nýjast á Local Suðurnes

Öruggir sigrar hjá Njarðvík og Víði

Heil umferð fór fram í 2. deildinni í knattspyrnu í dag, Njarðvíkingar ferðuðust á Egilsstaði og lögðu heimamenn í Hetti að velli með tveimur mörkum gegn engu. Andri Fannar Freysson skoraði bæði mörk Njarðvíkinga úr vítaspyrnum, það fyrra á 34. mínútu og það síðara á 84. mínútu.

Víðismenn tóku á móti Sindra á Nesfisk-vellinum í Garði og fóru létt með gestina. Víðismenn komust í 4-0 með mörkum frá Milan Tasic (2), Aleksandar Stojkovic og Dejan Stamenkovic áður en Sindra-menn settu tvö mörk á lokamínútunum.

Njarðvíkingar og Víðismenn passa upp á tvö efstu sætin í deildinni í augnablikinu, Njarðvík með 38 stig og Víðir 34.