Hr. Hnetusmjör tryllti lýðinn með Njarðvíkurgull um hálsinn – Myndband!
Knattspyrnumenn úr Njarðvík höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna um helgina, en liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í annari deildinni í knattspyrnu með sigri á KV á heimavelli á laugardag.
Njarðvíkingar gerðu sér glaðan dag af þessu tilefni og komu meðal annars við á skemmtistaðnum Center, en þar var bikarinn með í för þegar menn dilluðu sér við flotta tóna Hr. Hnetusmjörs, en þessi vinsælasti rappari landsins skartaði gullpeningi um hálsinn við flutninginn á einu af vinsælustu lögum sumarsins, Þetta má.
Myndbandið má finna á vefsíðunni Skemmtanalíf í Keflavík.