Nýjast á Local Suðurnes

Kilo og Shades Of Reykjavík trylltu lýðinn – Myndband!

Suðurnesjarapparinn Kilo og ein vinsælasta rapphljómsveit landsins, Shades Of Reykjavík héldu uppi stanslausu stuði á skemmtistaðnum H-30 við Hafnargötu síðastliðið laugardagskvöld. Fullt var út úr dyrum og mikil stemning á dansgólfinu, enda ekki oft sem Suðurnesjamönnum gefst kostur á að sjá og heyra Kilo skemmta á Suðurnesjum.

Hægt er að fá stemninguna beint í æð með því að kíkja á myndbandið hér fyrir neðan.