Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla leysti dularfullt þjófnaðarmál í Bláa lóninu

Lögreglunni á Suðurnesjum barst fyrir helgina tilkynning um að armbandsúri hefði verið stolið af gesti í Bláa lóninu. Lögreglumenn brugðust þegar við og fóru á staðinn.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ekki hafi þurft að eyða miklum tíma í að rannsaka málið því úrið góða reyndist vera á handlegg eiganda síns. Þarna átti þvi við hið fornkveðna að allt er gott sem endar vel.