Nýjast á Local Suðurnes

Kærðu 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur við grunnskóla

Lögreglumenn við umferðareftirlit við einn af grunnskólunum í Reykjanesbæ kærðu rúmlega 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur, á skólatíma.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að þar hafi jafnvel verið á ferð foreldrar á leið að sækja börn sín í skólann og er það umhugsunarvert. Lögregla mun halda þessu hraðaeftirlit áfram í vetur í kringum skólana og beinir þeim tilmælum til ökumanna að hraðatakmarkanir verði virtar, en í kringum allflesta skóla er 30 km hámarkshraði.