Nýjast á Local Suðurnes

Stálu talsverðu magni af hinum ýmsu lyfjum

Tveir karlmenn voru handteknir um síðastliðna helgi eftir að annar þeirra hafði brotist inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og stolið þar talsverðu magni af hinum ýmsu lyfjum. Lögreglan á Suðurnesjum hafði hendur í hári mannsins svo og annars manns sem var með lyf úr innbrotinu í vörslum sínum. Þeir voru færðir til skýrslutöku á lögreglustöð.

Þá var karlmaður handtekinn eftir að hafa komist óséður inn í Svartsengi. Starfsmenn urðu hans varir, stöðvuðu för hans og kölluðu til lögreglu. Í bakpoka sem maðurinn var með kenndi ýmissa grasa, þar á meðal voru ýmsir munir sem taldir voru vera þýfi. Þá var hann með fartölvu sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi í byggingunni. Í fórum sínum var hann svo með hvítt efni sem hann kvað vera amfetamín.