Nýjast á Local Suðurnes

Ísland í beinni á Snapchat – Deilum flottum myndum af Suðurnesjum með umheiminum!

Ísland verður í beinni á Snapchat á í dag og gefst notendum forritsins á Íslandi kostur á að senda myndskeið sín í sérstaka Íslands-story sem verður sýnileg fyrir notendur samfélagsmiðilsins um allan heim.

Notendur forritsins á Suðurnesjum fá þannig ágætis tækifæri til að kynna svæðið fyrir um 100 millj­ónum­ not­enda Snapchat víðsvegar um heiminn, þannig að nú er um að gera að drífa sig út og smella af flottum myndskeiðum af náttúruperlum eða mannlífi á Suðurnesjum og deila með umheiminum.