Nýjast á Local Suðurnes

Bryndís sæmd hinni íslensku fálkaorðu

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag fjórtán manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, þar á meðal Bryndísi Guðmundsdóttur úr Reykjanesbæ.

Orðuveitingin var með breyttu sniði í þetta sinn vegna sóttvarnareglna. Í stað hefðbundinnar athafnar þar sem öll þau, sem veita á orður, koma saman á Bessastöðum, var haldin sérstök athöfn fyrir hvert og eitt þeirra.

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur, Reykjanesbæ, var sæmd riddarakrossi fyrir störf og fræðslu á sviðum talmeinafræði og táknmáls.