Nýjast á Local Suðurnes

Air Canada fækkar ferðum til Keflavíkurflugvallar

Air Canada mun draga úr Íslandsflugi næsta sumar, en ekki verður flogið hingað til lands í júní líkt og undanfarin ár.

Samkvæmt vef Túrista er ekki lengur hægt að bóka beint flug milli Íslands og Montreal í júní en þann mánuð var gert ráð fyrir ellefu brottförum og sætaframboðið taldi um fimmtán hundruð sæti. Air Canada hefur ekki svarað fyrirspurnum ferðavefsíðunnar um málið.