Air Canada breytir áætlunum vegna anna á Keflavíkurflugvelli

Stærsta flugfélag Kanada, Air Canada, mun hefja flug á milli Íslands og Toronto og Montreal í sumar. Félagið hóf sölu á farmiðum á þessum leiðum í byrjun febrúar og samkvæmt áætlun áttu vélar félagsins taka á loft frá Íslandi klukkan hálf níu að morgni alla daga vikunnar að fengnu samþykki yfirvalda.
Ferðavefsíðan Túristi.is greinir frá því að kanadíska flugfélagið hafi hins vegar ekki fengið þessa brottfaratíma samþykkta hjá yfirvöldum, sökum anna á Keflavíkurflugvelli á þessum tíma dags, en þó nokkuð margar brottfarir eru frá Keflavíkurflugvelli á morgnana. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá fékk kanadíska flugfélagið ekki umbeðna brottfarartíma en úthlutun þeirra er á borði sjálfstæðs samræmingarstjóra en ekki Isavia líkt og reglur EES gera ráð fyrir.
Samkvæmt frétt Túrista mun flugfélagið bregðast við með því að breyta áætlunum sínum og lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan níu að morgni og taka á loft frá landinu klukkan tíu.