Nýjast á Local Suðurnes

Færa lífeyrisréttindi vegna fjárfestinga í USi – Festa einn af stærstu hluthöfunum

Festa lífeyrissjóður heldur utan um tæplega 4% hlut í kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Lífeyrissjóðurinn, sem er með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ er því 6. stærsti hluthafi fyrirtækisins, samkvæmt lista sem birtur er á heimasíðu United Silicon. Þá heldur Frjálsi lífeyrissjóðurinn einnig utan um hlut í fyrirtækinu, en sá sjóður á 5,5 %.

Festa lífeyrissjóður varð til við sameiningu Lífeyrissjóðs Suðurlands og Lífeyrissjóðs Vesturlands árið 2006, en við sameininguna varð til sjóður sem telur um 4.000 félaga.

Undanfarið hafa farið fram umræður um færslu lífeyrisréttinda og séreignasparnaðar í hópnum Andstæðingar stóriðju í Helguvík, en í umræðunum er fólk hvatt til að skipta ekki við þá sjóði sem fjárfesta í stóriðjuverkefnum og bent á leiðir til þess að koma því í framkvæmd.

Særstu hluthafar United Silicon:

1Kísill Ísland hf.2.338.563.13436,59478%
2Kísill III slhf.1.974.465.00030,89722%
3Arion banki hf.698.372.05810,92841%
4USI Holding B.V.448.534.9107,01885%
5Frjálsi lífeyrissjóðurinn356.827.5075,58378%
6Festa Lífeyrissjóður233.710.0363,65719%